Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Vesturdalsá

vesturdalsa

Litla” áin í Vopnafirði, en jafn góð og stundum betri miðað við meðalveiði á stöng. Veidd með þremur   stöngum, fremur vatnslítil, og eru um 15 kílómetrar laxgengir. Þykir fjölbreytt með afbrigðum.

Veiðin er sjaldan undir 250 löxum á sumri og fer upp í 400 í góðu ári. Mikil sjóbleikja er oft meðafli og bjargar mörgum veiðitúrnum, þegar laxinn er tregur. Nýtt veiðihús er við ána. Leigutaki nú er „Vesturárdalur ehf.“
Nýlegt veiðihús er við ána í eigu veiðifélagsins. Vesturdalsá er ein af svonefndum viðmiðunarám Veiðimálastofnunar. Sjógönguseiði eru talin og merkt og vandlega fylgst með endurheimtum þeirra. Oft er mjög góð sjóbleikjuveiði í ánni.

Myndasafn

Í grennd

Veiði Austurland
Stangveiði á Austurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Austurlandi …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )