Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Heiðarvatn

Heiðarvatn er í Mýrdal, 200 ha að stærð og dýpst 30 m. Vatnsá rennur úr því í Kerlingadalsá, sem fellur   til sjávar austan við Vík. Snyrtiaðstaða er við vatnið og veiðileyfin, sem eru ekki takmörkuð við fjölda, gilda í því öllu.

Vatnableikja, urriði og sjóbirtingur fást í vatninu og stundum stakur lax. Fiskur er mest smár, en sjóbirtingurinn getur verið allt að 10-13 pund og svo eru laxarnir yfirleitt nógu vænir til að slíta silungalínurnar. Það er hægt að aka alla leið að vatninu. Heiðarvatn er nú í eigu svisslendings Rudolph Lamprecht. Vegalengdin frá Reykjavík er um 190 km og 10 km. frá Vík.

Myndasafn

Í grennd

Veiði Suðurland
Stangveiði á Suðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og veiðivötn. Laxveiði Suðurlandi Brúará – Hagós Brúará – …
Vík í Mýrdal
Vík er syðsta þorp landins og hið eina á landinu sem, stendur við sjó en er án hafnar. Ströndin suður af Vík er rómuð fyrir náttúrufegurð og árið 1…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )