Tungufljót er í Skaftárhreppi, Vestur-Skaftafellssýslu. Upptökin eru nokkuð ofan byggðar og til þess margir lækir á leið til ósa. Umhverfið er mjög margbreytilegt, sums staðar hraun og er fljótið allvíða í þröngum farvegi með grónum bökkum. Mjög margir góðir veiðistaðir eru í Tungufljóti. Aðal fisktegundin er allvænn sjóbirtingur og hafa veiðst fiskar yfir 20 pund. Lítið eitt veiðist af laxi í Tungufljóti. Þar er þokkalegt veiðihús og veitt á 4 stangir á dag.
Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 245 km.