Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Skíðastaðir

Skíðastaðir eru eyðibýli í Lýtingsstaðahreppi. Þar er verulegur jarðhiti, sem hefur stuðlað að þróun smáþorps með gróðurhúsum, Varmalækjarþorp, eins og það var kallað manna á milli..

Sturlunga segir frá reið Gissurar og Kolbeins unga til laugar að Skíðastöðum daginn fyrir Örlygsstaðabrennu 22. ágúst 1238. Þeir höfðu náttstað við Reykjalaug.

Pálmi Hannesson (1898-1956), náttúrufræðingur, fæddist að Skíðastöðum. Hann lærði dýrafræði í Kaupmannahöfn og stundaði rannsóknir á náttúru Íslands með námi og eftir það. Hann var aðeins 31 árs, þegar hann varð rektor Menntaskólans í Reykjavík 1929. Úrval ritgerða hans var gefið út, Landið okkar árið 1957, Frá óbyggðum 1958, Mannraunir 1959 og margt annað liggur eftir hann, bæði þjóðlegt og vísindalegt.

Myndasafn

Í grennd

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )