Hringanórinn hefur náð einna mestri útbreiðslu meðal selategunda í Norður-Íshafi. Hann finnst einnig í Eystrasalti og fersku vatni Ladoga og öðrum finnskum vötnum. Urtan kæpir í snjóskafl, sem hún gerir á ísnum og annast kópa sína þar. Hún gerir jafnver gat niður úr snjóhúsinu í gegnum ísinn til að ná í æti.