Grundarkirkja er í Laugalandsprestakalli í Eyjafjarðarprófastsdæmi. Grund er bær og kirkjustaður frá fornu fari í Hrafnagilshreppi. Þar voru katólskar kirkjur helgaðar heilögum Lárentíusi. Grund tilheyrði Grundarþingum fyrrum. Magnús Sigurðsson, bóndi, byggði núverandi kirkju árið 1904-05 fyrir eigið fé.
Hún er meðal veglegri kirkna landsins og hin langstærsta, sem einstaklingur hefur byggt. Yfirsmiður var Ásmundur Bjarnason frá Eskifirði. Glerið í gluggana skar Magnús sjálfur. Málarinn, Muller, var norskur. Nokkrir gripa kirkjunnar eru varðveittir í Þjóðminjasafninu, s.s. kaleikur frá 15. öld og stóll frá tímum Þórunnar, dóttur Jóns Arasonar biskups.
Kirkjan er bændakirkja.