Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hoffellskirkja

Hoffellskirkja er í Bjarnanessókn og var kirkjustaður um aldir. Þá var hún kirkja Hoffellssóknar allt til  1894. Jón Guðmundssonb, bóndi, keypti eignarhlut sóknarinnar í húsinu og árið 1920 var lokið við endurbætur þess. Árið 1981 var endurbyggði ábúendur kirkjuna frá grunni. Gólf og sökkull voru steyptir og þak klætt bárujárni. Inni er furupanell og sæti fyrir 45 manns. Margt fallegt handverk er eftir heimamenn. Áki Gränz málaði altaristöfluna og Þóra Guðmundsdóttir frá Svínafelli annaðist útsaum stóla. Predikunarstóll og ljósakróna eru úr gömlu kirkjunni. Notkun kirkjunnar hefur að mestu ráðizt af þörfum fjölskyldunnar. Þar er ætíð messað á jólum og boðið til messukaffis að athöfn lokinni. Kirkjan stendur sjaldnast opin en ábúendur opna hana gjarnan, ef óskað er.

Myndasafn

Í grennd

Hoffell
Hoffell er stórbýli í Nesjum. Landnáma segir, að Auðun hinn rauði hafi keypt þar land af Hrollaugi og m.a. reist þar hof. Meðal verðmætra steina, sem …
Kirkjur á Austurlandi
Listi yfir flestar kirkjur landshlutans Ás í Fellum Áskirkja Bakkagerðiskirkja Bænhúsið á Núpsstað Berufjarðarkirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )