Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Blettahnýðir

blettahndir

Blettahnýðir (WHITE BEAKED DOLPHIN) (Lagenorbynchus albirostris)

Fullorðin karldýr eru u.þ.b. 3 m löng og vega 250-370 kg. Kvendýrin eru 2½-3 m og vega 180-250 kg.  blettahnydir  Snjáldrið er stutt og bakugginn langur og mjór. Liturinn er blásvartur að ofan en kviðurinn hvítur eins og bægsli og sporður að neðan. Efri skoltur er ljós að ofan og tennurnar, 22-25 í hvorum skolti, eru keilulaga. Lífslíkur eru 20-40 ár. Útbreiðslusvæði er frá Vestur-Grænlandi, Íslandi og Barentshafi suður að Massachusettsfylki í BNA og Frakklandi.

Aðalfæða er smokkfiskur, síld, loðna, þorskur o.fl. Kýrnar bera á sumrin og kálfurinn er 0,7-0,85 m langur og vegur u.þ.b. 5 kg við fæðingu. Blettahnýðirinn er bæði við strendur og úti á hafi. Hann er félagslyndur, oft 6-8 saman og stundum í stórum vöðum. Hann er forvitinn og fylgir oft skipum og stekkur þá gjarnan. Hann er fardýr, sem kemur upp að Íslandsströndum á vorin og syndir suður á haustin. Heildarstofnstærð er óþekkt en áætlaður fjöldi við Ísland er 12.000-20.000 dýr.

Myndasafn

Í grennd

Hvalir
Allt frá upphafi vega er hvala getið í heimildum og hvalrekar í hávegum hafðir. Hvalategundir voru líklega fleiri hér við land fyrrum en nú, því að sl…
Villt spendýr
Ísland státar ekki af mörgum tegundum villtra dýra miðað við mörg önnur lönd og álfur. Landið er og hefur verið einangrað og einkum vettvangur fugla o…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )