Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hrefna- Hrafnreyður

hrefna

Hrefna – HRAFNREYÐUR (MINKE WHALE) (Balaenoptera acutorostrata)

Hrefnan, einnig nefnd hrafnreyður, verður sjaldan lengri en 9 m. Karldýrin vega 5-8 tonn og kvendýrin    hrefna  8-10 tonn. Skíðin eru ljósgul og bakugginn er yfir raufinni. Hrefnan er auðþekkt á hvítu þverbelti yfir bægslin. Hún er í öllum heimshöfum, flytur sig að ísjaðrinum í norðurhöfum síðla vetrar en heldur sig ella sunnan 50°N, allt suður að Hatterashöfða í Ameríku og Miðjarðarhafi. Lífslíkur eru u.þ.b. 50 ár.

Hrefnan makar sig í janúar til maí, meðgangan tekur u.þ.b. 10 mánuði og hún fæðir einn 2,7 m langan (350-400 kg) kálf á ári í nóvember til marz. Hann er á spena í u.þ.b. 4 mánuði. Fæðuval hrefnunnar er talsvert frábrugðið öðrum skíðishvölum, þar sem hún innbyrðir meira af fiski en þeir, loðnu og síld, en samt einnig ljósátu.

Hrefnan er talsverður einfari, en sést í smáum og stórum vöðum. Ung dýr sýna skipum sérstakan áhuga og þurfa að nálgast þau fyrir forvitni sakir. Hrefnan er strandhvalur og er oft nálægt landi, einkum kvendýrin. Hrefnan er algeng umhverfis allt landið (55.000 dýr) og var einungis veitt fyrir Norðurlandi fyrrum (200 dýr á ári). Heildarfjöldi í heiminum u.þ.b. 1 milljón.

Myndasafn

Í grennd

Hvalir
Allt frá upphafi vega er hvala getið í heimildum og hvalrekar í hávegum hafðir. Hvalategundir voru líklega fleiri hér við land fyrrum en nú, því að sl…
Villt spendýr
Ísland státar ekki af mörgum tegundum villtra dýra miðað við mörg önnur lönd og álfur. Landið er og hefur verið einangrað og einkum vettvangur fugla o…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )