Heimkynni kampselsins eru vítt og breitt um Norðurskautssvæðið. Hann er einfari og flækist víða. Norðmenn veiddu hann áður, en þessi stakveiði var ekki arðbær. Áður fyrr kom hann oft til Íslands á sama tíma og vöðuselurinn. Hann er forvitinn og gæfur og var því auðskutlaður. Hann er stærstur eiginlegra sela og skinnið er stórt og sterkt.