Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Reykhólum til Jökulfirða. Þéttbýlis- og merkisstaða innan svæðis er sérstaklega getið að neðan. Vestfirðir eru tiltölulega strjálbýlir. Byggðarkjarnar eru nokkrir, en flestir fámennir. Bændabýli eru fá og fækkar enn þá. Hvergi annars staðar á landinu fóru fleiri þorp og bændabýli í eyði á 20. öldinni.
Landslag er hálent og láglendi takmarkað, stundum aðeins mjóar ræmur með fjörðum fram. Landslagsfegurð er við brugðið á Vestfjörðum, sem eru elzti hluti vestara blágrýtissvæðis landsins. Sums staðar finnst jarðhiti. Atvinnulífið er einhæft og ótryggt og byggist að langmestu á fiskveiðum og -verkun. Landbúnaður er á hverfanda hveli. Ferðaþjónusta á sér vafalaust framtíðarmöguleika. Vestfirðir eiga sína aðild að Íslendingasögunum, s.s. með Fóstbræðrasögu, Gíslasögu, Sturlungu o.fl. Samgöngur innan svæðis og milli landshluta eru bærilegar á sumrin en ótryggar og stundum stopular á veturna. Afþreying er góð og er í stöðugri uppbyggingu. Ekki má gleyma nýtingu viðarreka á Vestfjarðakjálkanum, þar sem flestar galdrabrennur fóru fram, enda nægur eldsmatur.