Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Urðakirkja

Urðakirkja er í Dalvíkurprestakalli í Eyjafjarðarprófastsdæmi. Urðir eru bær og kirkjustaðru íSvarfaðardal. Kirkjan að Urðum fauk í miklu ofviðri 20. september árið 1900 og brotnaði í spón. Þetta veður er almennt kallað „kirkjuveðrið“, því að allar fjórar kirkjurnar í dalnum fuku, ýmist á grunni eða alveg. Strax var hafizt handa við byggingu nýrrar timburkirkju, turnlausa, með lítilli forkirkju á hlöðnum grunni.

Söngloft er í henni og hún tekur 40-50 manns í sæti. Hún stendur í allstórum garði á fornu kirkjustæði. Nýr grafreitur var tekinn upp 1944 á dálitlum hjalla ofan við staðinn.

Munirnir, sem björguðust úr braki gömlu kirkjunnar prýða þessa kirkju. Altaristaflan eftur Arngrím Gíslason, málara, skemmdist talsvert en gert var við hana.

Prédikunarstóllinn er frá 1766 og er allsérkennilegur. Jón Bergsson frá Hæringsstöðum skar haglega út númeratöfluna. Önnur tveggja klukkna er talin vera frá 1534.

Katólskar kirkjur á staðnum voru helgaðar Maríu guðsmóður og Andrési postula. Þar var útkirkja frá Tjörn þar til prestakallið var lagt niður 1917 og sóknirnar lagðar til Vallaprestakalls og síðan til Dalvíkur.

Myndasafn

Í grennd

Dalvík
Dalvík er kaupstaður í mynni Svarfaðardals. Aðalatvinnuvegirnir eru útgerð, fiskvinnsla, iðnaður og verslun, en þjónusta við ferðamenn eykst sífellt. …
Kirkjur á Norðurlandi
Listi yfir flestar kirkjur í landshlutanum Akureyrarkirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )