Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Þrastarskógur Þrastarlundur

Tryggvi Gunnarsson gaf Ungmennafélagi Íslands 45 ha svæði meðfram Soginu á 76.   afmælisdegi sínum árið 1911 og það fékk nafnið Þrastarskógur árið 1913. UMFÍ hóf strax ræktun og sumar hvert er ráðinn skógarvörður til að hafa umsjón með svæðinu. Hvergi annars staðar á landinu eru fleiri sumarbústaðir en í Grímsnesinu í kringum Þrastarskóg.

Göngustígar liggja um allan skóginn og þar er tjaldsvæði með hreinlætisaðstöðu og aðstöðu til að elda utanhúss. Þrastarlundur er veitingastaður við innreiðina í skóginn. Þar eru allar almennar veitingar seldar og stundum eru þar málverkasýningar á sumrin. Hugmyndasamkeppni var haldin um framtíðarskipulag skógarins árið 1989 og síðan hefur verið unnið eftir hugmyndunum.

Myndasafn

Í grend

Grímsnes hreppur
Aðalatvinnuvegir í hreppnum eru landbúnaður, þjónusta við íbúa og sumargesti og ferðaþjónusta í vaxandi mæli. Einnig hafa nokkrir atvinn ...
Sögustaðir Suðurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )