Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Þórólfsfell

Hvollsvöllur | <-Þórolfsfell -> Emstrur

Þórólfsfell (574m) er austan byggðar í Fljótshlíð.

Landnámabók segir frá landnámi Þórólfs Askssonar vestan Fljóts milli tveggja Deildaráa og að systursonur hans, Þorgeir gollnir, hafi búið þar síðan. Hans sonur var Njáll á Bergþórshvoli, sem hafði þar einnig bú (Njálssaga). Mögugilshellir er í Þórólfsfelli en er nú fullur af auri og grjóti úr gilinu.

Meðfram fellinu er vegur, sem liggur inn á Miðveg (Fjallabak syðra). Efsti varnargarðurinn meðfram Markarfljóti var byggður út frá Þórólfsfelli til að bægja því frá farvegi Þverár.

Mögugilshellir er í vestanverðum rótum fjallsins, skammt innan Fljótsdals. Fíngerð, blágrá glerungshúð er inni í honum og loftið var alsett dropasteinum, þannig að margir gerðu sér ferð til að skoða hann. Gólfið er snarbratt niður, svo ekki var auðvelt að fara þar um. Nú er hann fullur af möl (árframburður). Hann er merktur með málmskildi.

Myndasafn

Í grennd

Emstrur
Emstrur eru gróðurlítið afréttarland Hvolhrepps í Rangárvallasýslu. Þetta svæði er norðvestan   Mýrdalsjökuls og þar eru nokkur stök fjöll og fell, br…
Fjallabak Syðra Miðvegur
Þessi leið tengir Rangárvelli og Skaftártungu. Hún hefst við Keldur á Rangárvöllum, sé ekið til austurs. Þaðan er haldið upp með Eystri-Rangá um Laufa…
Hvolsvöllur
Hvolsvöllur á Suðurlandi Hvolsvöllur er kauptún í austanverðri Rangárvallasýslu, sem fór að byggjast á fjórða áratugi 20. aldar, þegar brýr voru komn…
Markarfljót
Markarfljót á meginupptök sín í Mýrdalsjökli en einnig úr Eyjafjallajökli og fönnum Hrafntinnuskers. Áin er u.þ.b. 100 km löng og vatnasviðið nálægt 1…
Sögustaðir Suðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið Álftaver Almenningar Alviðra Arnarbæli Áshildarmýri Ásólf…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )