Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Múlavatn – Geitakarlsvatn

Þessi vötn eru í Skagahreppi í A-Húnavatnssýslu. Múlavatn er 0,25 km² og Geitakarlsvatn aðeins stærra.   Múlalækur rennur til sjávar frá Múlavatni og tveimur km austar Geitakarlsá frá Geitakarlsvatni. Þjóðvegurinn liggur yfir frárennsli beggja vatna skammt frá þeim. Bleikja og urriði eru í vötnunum, en veiði hefur verið minni í Múlavatni. Ekki er veitt í net í þessum vötnum, þótt það væri til bóta.

Vegalengdin frá Reykjavík er um 300 km  og 35 km frá Skagaströnd.

Myndasafn

Í grend

Skagi
Skagi er milli Húnaflóa og Skagafjarðar, u.þ.b. 50 km langur og 30 km breiður. Nyrzt er Skagaheiði, fremur láglend, en sunnar rísa há fjöll og dalir, …
Vötn á Skaga
Víða um land eru staðir og svæði utan alfaraleiðar, sem fáir hafa heimsótt - ekki nennt að leggja lykkju á sína. Þeir, sem ætla að kynnast landinu sí…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )