Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Marteinstungukirkja

Marteinstungukirkja er í Fellsmúlaprestakalli í Rangárvallaprófastsdæmi. Timburkirkjan, sem nú  , var   byggð 1896. Hún tekur 80 manns í sæti og endurbætur fóru fram 1955. Kirkju er fyrst getið í Marteinstungu um 1200 og þá hét bærinn Tunga og síðar, 1397, Sóttartunga. Katólskar kirkjur á staðnum voru helgaðar heilögum Marteini, sem er líka nafngjafi bæjarins.

Gömul sögn segir að kirkjan hafi áður staðið í Pulu, þar sem eru miklar rústir. Um þennan bæ eru engar aðrar heimildir en þjóðsagan, sem segir, að fólk hafi fallið þar í drepsótt. Eftir það var mjög reimt og bærinn lagðist í eyði. Talað er um Sóttarhelli, sem á að vera þar í holtinu og grófin þar var inngangurinn.

Myndasafn

Í grennd

Kirkjur á Suðurlandi
Listi yfir flestar kirkjur landshlutans Akureyjarkirkja Árbæjarkirkja Ásólfsskálakirkja Ásólfsskáli Bræðratungukirkja …
Sögustaðir Suðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið Álftaver Almenningar Alviðra Arnarbæli Áshildarmýri Ásólf…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )