Kjölur að Hveravöllum frá Reykjavík með GrayLine
Kjölur er svæðið milli Langjökuls í vestri og Hofsjökuls í austri, Hvítár í Suðri og Seyðisár og í norðri. Kjalvegur er u.þ.b. 200 km langur á milli Gullfoss og Langadals. Þar er meðal annars Hveravellir sem eru eina jarðhitasvæði Kjalar, en um þá er fjallað sérstaklega. Það er óhætt að segja, að landslag og náttúra Kjalar sé einkar fjölbreytt og svæðið er upplagt til lengri og skemmri gönguferða allt árið.
Nú býðst að fara með rútu í dagsferð frá Reykjavík til Hveravalla og til baka. Þá er einnig hægt að hefja ferðina frá Geysi eða Gullfoss. Þá eru einnig skipulagðar áætlunarferðir frá Reykjavík til Hveravalla með mörgum stoppum, þar sem hægt er að hefja ferðina á mismunandi stöðum eða enda hálendis gönguferðir og taka rútuna til baka.
Hér er hægt að bóka ferð á Hveravelli við Kjalveg eða upp í Kerlingarfjöll. Ferðin getur hafist í Reykjavík, á Geysi eða við Gullfoss. Tilvalið fyrir göngufólk sem vill fara út á einum stað og fá far til baka frá öðrum áfangastað.