Fyrstu árin eftir að hringvegurinn var opnaður (1974) kepptist fólk um að setja hraðamet eða aka aftur á bak allan hringinn. Núna er búið að gera þetta allt og við getum farið að einbeita okkur að því að njóta allra lystisemdanna á leiðinni, landslagi, sögu, náttúru og mannlífi. Ferðaþjónustan er líka víðast orðin til fyrirmyndar, þannig að ótal kostir standa til boða. Í þessari hringferð er upplagt að skoða kirkjur landsins sem geyma menningu og sögu Íslands!!
Þessi síða er þannig gerð, að hún ætti að nægja til að undirbúa hringferðina í ár. Allir kaupstaðir, kauptún og byggðakjarnar auk áhugaverðra staða, margs konar þjónustu og afþreyingu við hringveginn eru tengdir á kortinu.
SVÆÐISKORT UMHVERFIS LANDIÐ
TILLAGA AÐ FERÐAÁÆTLUN
6 daga kirkju hringferð (eða þar um bil)
Dagur 1. Reykjavík-Skagafjörður.
Ekið frá Reykjavík um Borgarfjörð og yfir Holtavörðuheiði til Norðurlands. Það eru margir áhugaverðir staðir á leiðinni og víða hægt að á. Upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn eru í Staðarskála og í Varmahlíð. Upplagt að gista í Skagafirði.
Kirkjur: Reykjavík-Skagafjörður: HALLGRÍMSKIRKJA í SAURBÆ , LEIRÁRKIRKJA, BORGARKIRKJA, STAÐARKIRKJA, VESTURHÓPSHÓLAKIRKJA, ÞINGEYRAKLAUSTURSKIRKJA*, EFRA-NÚPSKIRKJA, BLÖNDUÓSKIRKJA, BÓLSTAÐARHLÍÐARKIRKJA, BREIÐABÓLSTAÐARKIRKJA,
Dagur 2. Skagafjörður -Akureyri.
Skagafjörður er eitthvert söguríkasta svæði landsins. Þaðan er haldið áfram yfir Öxnadalsheiði til Akureyrar. Þar er fjöldi safna og margt annað til afþreyingar.
Kirkjur: VÍÐIMÝRARKIRKJA, GLAUMBÆJARKIRKJA, REYNISTAÐARKIRKJA, FLUGUMÝRARKIRKJA, GELDINGAHOLTS-og SEYLUKIRKJA, SAUÐÁRKRÓKSKIRKJA, GOÐDALAKIRKJA, MÆLIFELLSKIRKJA, GRAFARKIRKJA, HÓLADÓMKIRKJA,
Dagur 3. Akureyri-Mývatn.
Þá er stefnt austur yfir Víkurskarð eða um Dalsmynni í Fnjóskadal að Goðafossi og þaðan til Mývatns. Þar er af svo mörgu að taka, að velja verður áhugaverðustu staðina.
Kirkjur: AKUREYRARKIRKJA*, GLERÁRKIRKJA, SAFNAKIRKJAN á AKUREYRI, PÉTURSKIRKJA, MUNKAÞVERÁRKIRKJA, MÖÐRUVALLAKIRKJA Eyjafirði, MÖÐRUVALLAKIRKJA Hörgárdal, LJÓSAVATNSKIRKJA, HÁLSKIRKJA, DRAFLASTAÐAKIRKJA, SKÚTUSTAÐAKIRKJA, BÆNHÚSIÐ RÖND
Dagur 4. Mývatn-Húsavík-Ásbyrgi-Dettifoss-Egilsstaðir.
Eftir hálftíma akstur frá Mývatni blasir Húsavík við. Þar er margt að sjá og gera, en þaðan er haldið yfir Tjörnes til Ásbyrgis í Kelduhverfi og áfram að Dettifossi. Eftir það er ekið suður á hringveginn og alla leið til Egilsstaða.
Kirkjur: ÞVERÁRKIRKJA, HÚSAVÍKURKIRKJA, HVÍTASUNNUKIRKJAN á HÚSAVÍK, GARÐSKIRKJA Kelduhverfi, VALÞJÓFSSTAÐARKIRKJA, ÁSKIRKJA ,GEIRSSTAÐAKIRKJA,
Dagur 5. Egilsstaðir-Höfn-Jökulsárlón-Skaftafell.
Skemmtilegast er að þræða Austfirðina. Þá er ekið um Fagradal til Reyðarfjarðar og áfram suður. Margir aka um Skriðdal á þjóðvegi 1 niður í Breiðdal eða um Öxi niður í Berufjörð, sem er stytzta leiðin. Ekki er mikið úr vegi að kíkja á Höfn áður en haldið er að Jökulsárlóni. Þá er haldið inn í Öræfi og gott að eyða nóttinni þar.
Kirkjur: EGILSSTAÐAKIRKJA, DJÚPAVOGSKIRKJA, HOFSKIRKJA Djúpavogi, BERUFJARÐARKIRKJA, BERUNESKIRKJA, HAFNARKIRKJA
Dagur 6. Skaftafell-Kirkjubæjarklaustur-Vík-Reykjavík.
Dagurinn hefst með akstri yfir Skeiðarársand til Kirkjubæjarklausturs, yfir Eldhraun og Mýrdalssand til Víkur. Þá taka við Dyrhólaey, Skógafoss,
Seljalandsfoss og Suðurlandsundirlendið áður en höfuðborgarsvæðið birtist framundan.
Kirkjur: NÚPSSTAÐARKIRKJA HOFSKIRKJA, KAPELLAN á KLAUSTRI, ÞYKKVABÆJARKLAUSTUR, KÁLFAFELLSKIRKJA, REYNISKIRKJA, SKEIÐFLATARKIRKJA, SAFNAKIRKJAN á Skógum, ÁSÓLFSSKÁLI, HLÍÐARENDAKIRKJA, ODDAKIRKJA, KROSSKIRKJA, KELDNAKIRKJA, SELFOSSKIRKJA, KOTSTRANDARKIRKJA, HVERAGERÐISKIRKJA