Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hraunþúfuklaustur

Hraunþúfuklaustur er rústir innst inni í Vesturdal í Skagafirði, við ármót Runukvíslar og Hraunþúfuár, sem eru upptök Hofsár. Rústirnar eru u.þ.b. 80 km frá sjó í loftlínu, en aðeins 20 km norðan Hofsjökuls í u.þ.b. 410 m.y.s.

Ýmsar sagnir segja frá munkaklaustri á staðnum, aðrar frá nunnuklaustri. Papar eru einnig kenndir við staðinn. Þá er sagt, að þar hafi funcizt kirkjuklukka með áletrun á latínu, sem var flutt til Goðdala. Einnig er til saga um mikinn fjársjóð á þessum stað.

Árið 1897 skoðaði Daníel Bruun rústirnar og teiknaði þær (Fortidsminder og nutidshjem på Island). Uppgröftur árið 1970 leiddi í ljós, að byggð hafði eyðzt fyrir Heklugosið 1104. Þremur árum seinna gróf Þór Magnússon, þjóðminjavörður, þarna og fann velvarðveitt eldstæði líkt fornu langeldunum. Kristján Eldjárn tók allar heimildir saman og komst að þeirri niðurstöðu, að þarna hefði ekki verið klaustur, heldur væri nafnið líklegast dregið af landslaginu (þröngur dalur). Þarna var líklega afskekktur bær eða gangnamannakofi.

Myndasafn

Í grend

Gönguleiðir á Hálendinu
HELSTU GÖNGULEIÐIR Á HÁLENDINU Hellismannaleið Landmannal.-Rjúpnav Landmannalaugar Þórsmörk Fimmvörðuháls Þórsmörk Hóla ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )