Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hrauneyjafossstöð

Hrauneyjar

Hrauneyjafossstöð er þriðja stærsta raforkuver landsins, 210 MW. Hún stendur við Sprengisandsleið í  jaðri hálendisins, suðvestur af Sigöldustöð og nýtir því sömu vatnsmiðlunarmöguleika og Sigöldustöð. Hrauneyjafossstöð var tekin í notkun 1981.

Tungnaá er stífluð á fremur flötu landi um 1,5 km ofan við Hrauneyjafoss og um 7 km neðan við Sigöldustöð. Hæðarmunurinn þar á milli er um 15 m. Við stífluna myndast 8,8 km² dægurmiðlunarlón; Hrauneyjalón. Fremur lágreist jarðvegsstífla teygir sig eftir hraunflákunum á suðurbakka árinnar.

Um eins kílómetra langur aðrennslisskurður liggur frá lóninu í norður um lægð í Fossöldu að inntaki við norðurbrún öldunnar. Þaðan liggja þrjár stálpípur (4,8 m í þvermál) 272 m niður hlíðina að stöðvarhúsi. Frárennslisskurður er rúmlega eins kílómetra langur og liggur út í Sporðöldukvísl sem síðan rennur í Tungnaá.

Ferðalög á miðhálendinu voru tíð á söguöld en síðan fór að draga úr þeim, þegar hjátrú magnaðist, og lengi lágu ferðalög niðri, eða allt fram á 18.öld. Nú á dögum er ferðast um hálendið allt árið. Vegakerfið er víða orðið fært öllum tegundum farartækja á sumrin, einkum fyrir tilstuðlan Landsvirkjunar.

Myndasafn

Í grennd

Búðarhálsstöð
Búðarhálsstöð var gangsett 7. mars 2014. Uppsett afl hennar er 95 MW og í fullum afköstum vinnur hún um 585 GWst af rafmagni á ári. Stöðin stendur við…
Hrauneyjar – Sigalda – Versalir
Hrauneyjar eru svæði sunnan Tungnár, þar sem Hrauneyjarfell er og Hrauneyjarfoss var áður en áin var  neðan við Fossöldu norðan ár. Áin var stífluð a…
Landsvirkjun Ferðast og fræðast
Landsvirkjun ferðamennska og ferðaþjónusta. Ferðalög á miðhálendinu voru tíð á söguöld en síðan fór að draga úr þeim, þegar hjátrú magnaðist, og leng…
Sögustaðir Hálendinu
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Sögustaðir. Nýjar og gamlar Hálendisleiðir, útilegumenn, þjófar og draugar eru meðal þess sem finna má á sö…
Sporðöldulón
Sporðöldulón er nýtt uppistöðulón Búðarhálsvirkjunnar. Það verður til af rensli Túnár og Köldukvíslar. hefur alla möguleika að verða gjöfult veiðivat…
Sprengisandur
Sprengir er talinn vera suðvestan Fjórðungsvatns og vera staður, þar sem hestar sprungu á reiðinni, þegar fólk reið eins hratt og það gat til að komas…
Veiðivötn Hrauneyjarsvæði
Veiðivötn eru meðal fegurstu svæða landsins. Það er ungt að árum í núverandi mynd, því að það varð til í náttúruhamförum árið 1477, þegar gaus á Veið…
Virkjanir á Íslandi, ferðast og fræðast
Listi yfir raforkustöðvar í stafrófsröð Bjarnarflag Blævardalsárvirkjun Blönduvirkjun Búðarhálsstöð Búrfellsvirkjun …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )