Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hálskirkja

Hálskirkja er á prestssetrinu Hálsi í Fnjóskadal. Hún er í Laufásprestakalli  í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæm. Þar voru katólskar kirkjur helgaðar Pétri postula og útkirkjur eru á Draflastöðum og á Illugastöðum. Kirkjan, sem nú stendur, var byggð1859-63. Hún var ófullgerð árið 1860, þegar hún var vígð. Tryggvi Gunnarsson var yfirsmiður. Kirkjan er úr timbri með plægðri súð og sönglofti. Hún var bændakirkja þar til söfnuðurinn tók við henni 1910.

Árin 1923 og 1959-60 var gert við kirkjuna og á áttunda áratugi 20. aldar var settur ljóskross á stafn hennar. Prédikunarstóllinn er frá 1726 og altaristaflan frá 1860. Í klukknaporti eru tvær klukkur. Lárentíus Kálfsson (1267-1330), síðar biskup á Hólum, var prestur á Hálsi um tíma. Hann stofnaði prestaspítala að Kvíabekk í Ólafsfirði. Í landi Háls, niðri við Fnjóská, er gamall þingstaður, Leiðarnes, þar sem sést fyrir búðarústum.

Myndasafn

Í grend

Kirkjur á Norðurlandi
Listi yfir flestar kirkjur í landshlutanum Akureyrarkirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )