Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Grundarfjörður

Kirkjufell

Grundarfjörður er sérlega fagur fjörður, umluktur fjöllum á þrjá vegu, sem eiga vart sinn líkan að fjölbreytni, og er þar Kirkjufell mest áberandi. Samnefnt kauptún er staðsett í vinalegu umhverfi inni í firðinum og er þar mikil fiskvinnsla og útgerð. Í botni Grundarfjarðar á Grundarkampi er forn verslunarstaður og eru þar tóftir allt frá tímum einokunarverslunarinnar.

Grundarfjörður fékk kaupstaðaréttindi árið 1787, en þau voru tekin aftur 1836. Um aldarmótin 1800 fengu Frakkar aðsetur í Grundarfirði og byggðu þar m.a. sjúkraskýli og kirkju. Þeir fóru þaðan um 1860. Frá Grundarkampi er ágæt gönguleið að Grundarfossi og Kvernárfossi. Næsti fjörður vestan Grundarfjarðar er Kolgrafafjörður, sem hét forðum Urthvalafjörður, síðar Hvalafjörður og Hvalfjörður áður en hann fékk núverandi nafn. Þar næst kemur Hraunsfjörður, sem dregur nafn af Berserkjahrauni.

Sveitarfélagið hét Eyrarsveit frá landnámstíð þar til árið 2000 að heitinu var breytt í Grundarfjarðarbær.

Vegalengdin frá Reykjavík er um 185 km.

Innskot Birgir Sumarliðason flugstjóri og um tíma flugrekstarstjóri Vængja og eigandi nat.is

Vængir:
Flugfélagið Vængir starfaði á árunum 1970 til 1979. Það stundaði áætlunar- og leiguflug aðallega til staða á vesturlandi (Búðardals, Stykkishólms, Grundarfjörð, Rifs og Reykhóla), vestfjörðum (Tálknafjarðar, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar, Hólmavíkur og Gjögurs) og á norðurlandi (Hvammstanga, Blönduóss, Siglufjarðar og Mývatns). Í flugflota Vængja voru flugvélar af ýmsum gerðum m.a. Beechcraft 18 og Piper PA-23 Apache. Vængir varð fyrsta flugfélagið hérlendis til að taka í notkun flugvél af gerðinni BN-2a Islander (1971) og fyrsta félagið hérlendis til að taka í notkun DHC-6 Twin Otter (1973).

 

Myndasafn

Í grennd

Berserkjahraun
Berserkjahraun þekur vestasta hluta Helgafellssveitar milli fjalls og fjöru. Það rann til sjávar suðvestan  og suðaustan Bjarnarhafnarfjalls, út í Hra…
Búlandshöfði
Búlandshöfði steypist snarbrattur í sjó fram milli Snæfellsbæjar og Grundarfjarðar, um Búlandsgil eru mörkin milli sveitarfélaganna. Hann var mestur f…
Helgrindur
Mynd Helgrindur og Grundarfjörður Suðvestan Grundarfjarðar er allmikill fjallabálkur (988m), sem heitir Helgrindur. Þær eru hrikalegar og  svipmik…
Ingjaldshólskirkja
Ingjaldshólskirkja er í Ingjaldshólsprestakalli í Snæfells- og Dalaprófastsdæmi. Þar er kirkustaður og   kirkja sem var byggð 1903 og er elsta seinste…
Kirkjur á Vesturlandi
Flestar kirkjur í landshlutanum Akrakirkja Akraneskirkja Álftaneskirkja Álftartungukirkja Bæjarkirkja Bjarnarhafn…
Melrakkaey
Melrakkaey er í mynni Grundarfjarðar, sem danskir kölluðu „Eyju prestsins” á Setbergi. Hún bjó yfir mestu hlunnindum prestssetursins, æðarvarp, kofnat…
Snæfellsnes
Snæfellsnes er þekkt fyrir fjölbreytta fegurð og dramatískt landslag og fjölbreytt afþreying. Á Snæfellsnesi má m.a. finna ölkeldur, lifandi strandmen…
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Borgarfjörður Snæfellsnes Dalir Landshlutar Ferðavísir…
Tjaldstæðið Grundarfjörður
Grundarfjörður fékk kaupstaðaréttindi árið 1787, en þau voru tekin aftur 1836. Um aldarmótin 1800 fengu Frakkar aðsetur í Grundarfirði og byggðu þar m…
Veiði Vesturland
Stangveiði á Vesturlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Vesturlandi …
Vesturland Snæfellsnes kort
Kort af Snæfellsnesi á Vesturlandi Kort af Snæfellsnesi á Vesturlandi  …
Vesturland, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá  Hvalfirði að Króksfjarðarnesi. Merkis- og þéttbýlisstaði má sjá hér að neðan. Vesturland er allþéttbýlt, byggðar…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )