815 Þorláshöfn
Sími: 483-3009
golfthor@simnet.is
www.golfthor.is
18 holur, sandvöllur, par 72.
Þorlákshöfn er kauptún á Hafnarnesi, vestan ósa Ölfusár. Þar er eina góða höfnin á Suðurlandi frá Grindavík að Höfn í . Laxdælasaga segir frá komu Auðar djúpúðgu til landsins, þegar skip hennar brotnaði á Vikrarskeiði og fé og menn björguðust. Þar er nú Hafnarskeið og Hraunskeið vestan Ölfusárósa. Árið 1718 (5. nóv.) strandaði danska herskipið Gautaborg á Hafnarskeiði og bændur björguðu 170 manns. Fyrsta hafnargerð hófst 1929.
Landgræðsla ríkisins og bæjaryfirvöld í Þorlákshöfn ákváðu árið 1994 að reynt skyldi að hefta sandfok við innkeyrsluna til Þorlákshafnar. Jafnframt var ákveðið að gera samhliða heftingu sandfoksins tilraun til þess að móta golfvöll og rækta hann upp. Nokkrir áhugasamir kylfingar í klúbbnum komu síðan saman um miðjan níunda áratuginn og sáðu í svæðið. Framkvæmdir hófust 6. maí 1994 með mælingu þeirra brauta sem taka átti fyrir það árið. Árin þar á eftir var vinnu við fleiri brautir haldið áfram. Sandurinn og grunnvatnið gerðu það að verkum að grasið tók fljótt við sér. Tilraunin gekk vel og var Golfklúbbur Þorlákshafnar stofnaður 22. maí 1997 og sama ár var hægt að leika golf á vellinum. Fyrsti formaður klúbbsins var Georg Már Michelsen sem var ásamt nokkrum félögum sínum helsti hvatamaður að stofnun klúbbsins.