Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Fljótsdalsstöð

Fljótsdalsstöð
Það liðu fjögur ár frá því framkvæmdir hófust árið 2003 og þar til aflstöðin var komin í fullan rekstur árið 2007. Samfara byggingu stöðvarinnar var byggð álverksmiðja á Reyðarfirði og er orkan úr stöðinni seld þangað að stærstum hluta.

Fallhæð vatnsins á hinni löngu leið frá lónunum á hálendinu að inntaki stöðvarinnar er um 200 m. Tveir þriðju hlutar heildarfallhæðarinnar eru í um 400 m háum nánast lóðréttum fallgöngum við Fljótsdalsstöð. Samanlögð fallhæð vatnsins er því yfir 600 m. Í stöðvarhúsinu knýr vatnið sex öfluga hverfla og rennur svo um frárennslisgöng og skurð út í Jökulsá í Fljótsdal austur undan Valþjófsstað í 26 m hæð yfir sjávarmáli. Stöðvarhúsið er staðsett neðanjarðar, inni í Valþjófsstaðafjalli og er aðkoma að því um sérstök 800 m löng aðkomugöng.

Myndasafn

Í grend

Gönguleiðir á Hálendinu
HELSTU GÖNGULEIÐIR Á HÁLENDINU Hellismannaleið Landmannal.-Rjúpnav Landmannalaugar Þórsmörk Fimmvörðuháls Þórsmörk Hóla ...
Kárahnjúkar
Kárahnjúkar eru móbergsfjöll austan Jökulsár á Dal á móti Hafrahvamma-gljúfrum og Glámshvömmum. Ytri hnjúkurinn er hærri, 835 m.y.s. Meg ...
Landsvirkjun ferðamennska og ferðaþjónusta
Landsvirkjun Gestamótaka. Gestastofa Árnesi Gnúpverjahreppur Blönduvirkjun Kjalvegur Búðarhálsstöð Hrauneyjar Hrauneyjafossst ...
Reyðarfjörður
Búðareyri er kauptún innst við norðanverðan Reyðarfjörð og nefnist nú einfaldlega Reyðarfjörður. Frá náttúrunnar hendi eru mjög góð ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )