Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Eyjafjallajökull

Eyjafjallajökull

Eyjafjallajökull

Eyjafjöll eru meðal hærri fjalla landsins (1666m) og nafngjafi þeirra er Vestmannaeyjar skammt undan ströndinni. Þessi fjallgarður vestur úr fjallendi Mýrdalsjökuls er innan eldvirkasta svæðis landsins og eldkeila hefur hlaðist upp, þar sem annaðhvort tvo Guðnasteina (1666m og 1580m) eða Goðastein og Guðnastein ber hæst á gígnum sunnan- og norðvestanverðum. Menn eru ekki á eitt sáttir með nafngiftirnar. Jökulhettan er talin vera hin sjötta stærsta hérlendis og ekki lengur tengd Mýrdalsjökli á Fimmvörðuhálsi. Þaðan liggur góð gönguleið upp á hæstu bungu, einnig frá Seljavöllum, Mörk, hátindaleið úr Stakkholti og upp úr Langanesi hjá Grýtutindi og upp skerin í jöklinum norðvestanverðum. Það telst ekki lengur til tíðinda, að menn skreppi akandi á fjallajeppum og snjósleðum upp á hæstu bungur landsins en þessi var eitt sinn sigraður á fólksbíl (lada).

Frá Skógum til Þórsmerkur er vinsæl gönguleið yfir Fimmvörðuháls.

Gönguleiðir á jöklinum liggja yfirleitt í austur-vestur stefnu, þvert yfir hann milli Fimmvörðuháls og Vestur-Eyjafjalla. Þær byggjast á ferðaáætlunum viðkomandi göngumanna, sem eru vitaskuld búnir að skipuleggja þær í þaula áður en haldið er af stað. Auk nauðsynlegs útbúnaðar verður að kanna sprungusvæði á leiðunum með því að fá örugg hnit hjá kunnugum (4×4; Fjallaleiðsögumenn; JÖRFI o.fl.).

Nauthúsagil er djúpt og þröngt skammt austan Stóru-Merkur. Þarna var hjáleigan Nauthús við gilkjaftinn og í honum stóð eitt sinn stórt og mikið reynitré, sem varð frægt fyrir að vera eitthvert mesta tré á landinu og á því hvíldi mikil helgi. Hún stýrði óhöppum, ef það var skert. Upphaf trjálundarins í Múlakoti í Fljótshlíð kom frá þessu tré. Gamla tréð féll, en nýtt óx upp af rótum þess.

Múlakot í Fljótshlíð. Margir segja að þar sé fegursti blettur Fljótshlíðarinnar og útsýni bezt. Auk reynitrjánna, sem rekja ættir sínar til Nauthúsagils, er þar fjöldi annarra trjátegunda. Trén hafa dafnað þarna vel. Guðbjörg Þorleifsdóttir (1870-1958) átti upphafði að trjáræktinni. Minnisvarði hennar er í garðinum (Samband sunnlenzkra kvenna). Granni Guðbjargar, Árni Einarsson, starfsmaður Skógræktar ríkisins, gróðursetti einnig fallegan lund hjá sér.

Myndasafn

Í grend

Eyjafjallajökull
Eyjafjallajökull Eyjafjöll eru meðal hærri fjalla landsins (1666m) og nafngjafi þeirra er Vestmannaeyjar skammt undan ströndinni. Þessi fjallg ...
Fimmvörðuháls
Leiðin yfir Fimmvörðuháls frá Þórsmörk, Skagfjörðsskála í Langadal, Húsadal og frá skála Útivistar í yfir Fimmvörðuháls til Skóga ...
Jöklar
Jöklar ÍslandsJöklar landsins þekja rúmlega 11% af heildarfleti þess. Hinir stærstu eru á sunnanverðu landinu eða í miðju þess. Helzta á ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )