Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Elliðaár

Elliðaá

Laxveiði á Höfuðborgarsvæðinu

Þær eiga upptök sín í Elliðavatni, en efstu drög eru mun ofar, í vötnum fyrir ofan og neðan Silungapoll og nær ríki laxins allt til Hólmsár og Suðurár. Elliðaárnar eru um 5 kílómetra langar frá stíflu og til sjávar og er veitt á 4 til 6 stangir á svæðinu eftir því hvenær sumars er. Veiði hefur hafist á bilinu 10 til 15 júní og verið til jafnlengdar í september. Hefur veiðitími verið færður aftur síðustu ár vegna tregðu laxins til að ganga fyrr en síðar í júní en áður tíðkaðist.

Veiði hefur alla tíð verið mjög mikil í ánum, þrátt fyrir að að þeim sé sótt úr öllum áttum með vaxandi byggð, mannvirkjagerð, mengun o.fl. Sumarið 1995, gaus upp hin hataða og hættulega kýlaveiki, sem áður hafði ekki fundist á Íslandi en verið vel þekkt erlendis um árabil. Fór veikin illa með stofninn og þó hún hafi ekki sést í fullorðnum fiski síðan, er talið að ekki sé endanlega bitið úr nálinni. Veiðin 1997 hrapaði niður úr öllu valdi. þá veiddust aðeins rúmir 600 laxar og er talið að kýlaveiki kunni að hafa.

Elliðaár hefur komið til baka, 2022 veiddust 798 laxar á  6 stangir og 2021  617 laxar.

Myndasafn

Í grennd

Elliðavatn
Elliðavatn er eitt margra vatna innan höfuðborgarsvæðisins. Vatnið er 1,8 km² og í 74 m hæð yfir sjó. Í falla Bugða og Hólmsá. Þar er veiðist bleikja …
Úlfarsá
Þetta er lítil spræna innan borgarmarka Reykjavíkur. Hún er frárennsli Hafravatns og fellur hún til sjávar fyrir norðan Grafarvog. Neðarlega í henni e…
Veiði Höfuðborgarsvæði
Stangveiði á Höfuðborgarsvæðinu. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Höfuðborgarsvæðinu …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )