Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Bjarnarflag

Bjarnarflag er háhitasvæði vestan Námaskarðs, norðan og austan Jarðbaðs-hóla í Mývatnssveit. Þar urðu eldsumbrot á árunum 1725-28. Kartöflurækt hófst í volgum jarðveginum 1930 en lagðist af vegna hnúðorma. Hús var reist til vinnslu brennisteins 1939, en það brann áður en hún hófst. Borað var fyrir gufu til notkunar fyrir 2,265MW raforkuver á vegum Laxárvirkjunar 1968 og einnig fyrir kísilgúrverksmiðjuna hf. Það var hið fyrsta sinnar tegundar á landinu. Mikil umbrot urði í Bjarnarflagi í Mývatnseldum hinum síðari á árunum 1975-1984.

Þá kom upp hraunspýja úr borholu 9 í september 1977. Það gekk á ýmsu, þegar land reis og seig, gliðnaði og gufur stigu upp úr sprungum, sem sjást glögglega nú á dögum. Ein sprungnanna opnaðist undir hráefnisþró Kísilgúrverksmiðjunnar og jörðin gleypti birgðirnar. Önnur sprunga opnaðist undir húsum verksmiðjunnar og olli miklu tjóni á mannvirkjum. Borholur hnikuðust eða féllu saman, þannig að kraftur þeirra minnkaði stórum. Vegaskemmdir urðu og rafstöðin eyðilagðist.

Myndasafn

Í grend

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )