Lundey er u.þ.b. 400 m löng og 150 m breið eyja vestan Þerneyjar í Kollafirði. Hún rís hæst 14 yfir sjávarmál og er hömrum girt, einkum syðst, og urð neðst. Eyjan er algróin og kargaþýfð og u.þ.b. 11 tegundir háplantna hafa fundizt þar.
Fuglalífið er áhugavert vegna fjölda tegunda, sem verpa þar, s.s. aragrúi lunda, teistur, fýlar og kríur.